Ef þú vilt grilla eða reykja án þess að þurfa hafa áhyggjur af hitanum í grillinu þá er Flame Boss 400 hitastjórnunarbúnaðurinn fyrir þig!
Passar í flest Kamado grill.
Ný og endurbætt hönnun sameinar stjórnbúnaðinn og blásarann í eitt fyrirferða lítið tæki sem einfalt er að nota til að stjórna hitanum í grillinu þínu. Allar stillingar fyrir hita í grillinu og kjarnhita í kjötinu fara fram í gegnum WiFi tenginu við Flame Boss app (til fyrir iOS og Android) eða í vafra í tölvu.
Þú getur skoðað graf af elduninni, fylgst með hitanum í grillinu og kjötinu og breytt hitastiginu í grillinu allt í gegnum síma, spjaldtölvu eða tölvu.
Þú getur látið tækið lækka hitann í grillinu þegar kjötið hefur náð réttum kjarnhita til að halda kjötinu heitu.
Tækið lærir á grillið þitt svo það verður alltaf stöðugri hiti með tímanum og grillið fljótara að ná réttum hita.
Tækið lætur þig vita þegar kjötið er tilbúið eða tilbúið í næsta skerf í elduninni, þú velur annaðhvort ákveðinn kjarnhita eða tíma og þú færð skilaboð í símann þegar að því kemur.
Hitanemarnir eru platínum nemar af vönduðustu gerð, þola 250° hita
það fylgja með 2 nemar, einn fyrir kjöt og einn fyrir umhverfishita í grillinu.
Viftan í tækinu hefur breytilegan hraða, hún blæs á þeim hraða sem hún þarf til að ná og viðhalda þeim hita í grillinu sem þú velur.
Ef hitinn í grillinu fellur skyndilega, til dæmis ef lokið er opnað þá slekkur tækið á viftunni sjálfkrafa svo bruninn í kolunum verði ekki of mikill.
Athugið, svo tækið virki þarf að vera WiFi tenging til staðar, hægt er að setja tækið af stað inni í húsi og færa það svo út í grill en þá er ekki hægt að gera neinar breitingar á hita eða fylgjast með hitanum í kjötinu nema það sé WiFi tengt.