Afhverju Kamado?

Einfaldleiki!
Að elda á Kamado er 3000 ára Japönsk hefð í eldamennsku, grillin hafa lítið breyst í útliti og virkni þar sem einfaldleiki, stöðuleiki og nákvæmni hafa fylgt þessari eldamennsku í öll þessi ár. 
Það er einfaldara en flesta grunar að læra á hitastjórnunina sem er mjög nákvæm og getur hver sem er lært það.
Það eru margir sem halda að kveikja upp í kolum taki langan tíma og sé mikil fyrirhöfn og vesen, ónei!, þú bara hellir kolunum í Kamado Cito grillið, hendir vaxkubbum ofan í og kveikir í þeim, opnar loftlokana uppi og niðri og grillið hitnar á 10-15 mínútum, flóknara er það ekki, engir aukahlutir eða vesen til að kveikja upp í kolunum, svo þegar þú ert búinn að grilla þá lokaru loftlokunum að ofan og neðan og þá koðnar niður í glóðinni og þú getur notað kolin aftur næst þegar þú ætlar að grilla. 
   
Veður skiptir ekki máli! 
Kamado Cito grill eru úr þykku keramik sem viðhalda hita gríðarlega vel, það gerir það að verkum að það er hægt að grilla á Kamado Cito grilli í nánast hvaða veðri sem er, það er ekkert til sem heitir grillveður ef þú átt Kamado Cito!
Svo lengi sem það blæs ekki beint inn í neðra loftinntakið þá hefur frost, rok og rigning lítil áhrif á grillið, en það er alltaf hægt að snúa grillinu frá vindinum. 
Það er sama hvort þú ætlar að hægelda / reykja á lágum hita eða snöggsteikja 
/ eldbaka pizzur á háum hita, Kamado Cito grillið ræður við það við Íslenskar aðstæður.
   
Bragð!
Eins og við töluðum um að ofan þá eru Kamado Cito grillin úr keramik sem viðheldur hita gríðarlega vel, vegna þess þá notum við í öllum tilfellum harðviðarkol frekar en pressuð kol í Kamado Cito grillin en harðviðarkolin gefa besta kolabragð sem völ er á, kolabragð sem flestum finnst óviðjafnanlega gott! 

Fjölhæf!
Kamado Cito grillin eru fjölhæf, það skiptir ekki máli hvort þú ætlar að grilla, baka, hægelda eða reykja, það er allt hægt á sama grillinu. 
Með kamado Cito grilli er auðvelt að viðhalda lágum hita í langan tíma t.d til að reykja svínarif, gera pulled pork eða grilla fullkominn heilan kalkún, 10-14 tímar er ekkert mál án þess að þurfa bæta við kolum. 
Svo á hinum endanum á hitamælinum er hægt að eldbaka yndislega ítalska þunnbotna pizzu á 350-400°C hita án vandræða, það eru nánast engin takmörk með Kamado Cito
Kamado Cito er fyrir alla!