Pizzadeig Grillfeðranna
Uppskriftin dugar fyrir tvær 300gr kúlur
220ml volgur bragðmikill bjór
(Boli er mjög góður)
3msk ólívu olía
370gr hveiti (Helst Tipo 00, annars blátt kornax)
1msk sykur
2tsk salt
1,5tsk ger
Blandið öllu í skál og hnoðið, byrjið rólega og aukið
svo hraðann í miðlungs hraða, hnoðið í ca 10 mín.
mótið tvær jafn stórar kúlur og látið hefast í 2 tíma
við stofuhita.
Hægt er að minnka germagnið og láta hefast í
yfir nótt í kæli.
ATH þetta er 60% hydration