Kamado grill fyrir sælkera

Kamado grill eru frábær til að reykja eða steikja en þau virka líka sem besti bakarofn ef það á að steinbaka brauð eða eldbaka pizzu. Leirhvelfingin virkar eins og múrsteinsofn, gleypir hitann og geislar honum aftur þannig að pizzan eða brauðið verður eins og hjá fagmanninum.

Það er auðvelt að kveikja upp í Kamado grilli þó að vindur blási eða veðurskilyrðin séu ekki eins og best verður á kosið. Þykkar hliðar Kamado grillsins hafa góða einangrun og þurfa lítið af kolum og súrefni. Þau virka því vel hérlendis.

Þegar kjöt eldast þá tapar það alltaf vökva. Eftir því sem loftflæðið er meira þeim mun meira tapast af náttúrulegum vökva þess. Það er ekki óalgengt að svínakjöt tapi um 30% af vökvanum við eldun. Við eldun í Kamado grilli tapast oft innan við 20%.

Reynslumiklir grillarar kannast við það að þegar fitan fer að leka niður að þá kviknar í fitunni og eldurinn nær að brenna kjötið. Mun minni hætta er á þessu á Kamado grilli þar sem grillgrindin liggur yfirleitt hærra en á öðrum grillum.