Hvað er Kamado?
Nútíma Kamado grill er byggt á aldagamalli tækni. Elstu eldunartæki sem fundist hafa í Kína og eru talin allt að 3.000 ára gömul. Um allan heim hafa eldunartæki úr leir þróast á mismunandi vegu s.s. Tandori-pottar á Indlandi.
Í Japan þróaðist leirpotturinn og til varð pottur með hvelfingu eða loki . Þetta tæki var kallað “mushikamado” og var með dragopnun að neðan og ofan til að stjórna hitanum. Hitagjafinn þróaðist einnig úr því að vera trjábútar yfir í viðarkol. Bandaríkjamenn kynntust þessum undrapottum í síðari heimstyrjöldinni. Nafnið styttist síðan úr “mushikamado” yfir í “Kamado”, sem þýðir einfaldlega “eldavél” í japönsku.
Flest nútíma Kamado grill eru úr keramik. Notkun keramik í pottana hefur marga kosti umfram önnur efni og einn aðal kosturinn er að þau halda hita betur. Kamado útigrill geta haldið hita í langan tíma og þess vegna er hægt að nota þau á fjölbreyttan hátt svo sem til að reykja, baka, grilla og steikja.
Hægt er að halda mjög lágu hitastigi á Kamado grilli í lengri tíma ef það á t.d. að reykja kjöt og þau geta líka náð mjög háum hita ef það á að grilla eða steikja, eða allt að 400°C. Með því að nota loftunarkerfi Kamado grillsins er hægt að ná nákvæmri stjórn á loftflæðinu þannig að hann virki eins og reykofn.
Kamado grill er frábært til að steinbaka brauð eða baka pizzur. Kamado útigrill hafa náð frábærum viðtökum í Bandaríkjunum og í Evrópu enda eru braðgæðin einstök með þessari eldunartækni.
- Frábær bragðgæði
- Frábært til að hægelda kjöt
- Baka pizzu eða steinbaka brauð
- Grilla kjúklinginn eða steikina
- Til að reykja svínarifin
- Steikja við háan hita
- Festingar úr ryðfríu stáli
- Undirstöður úr ryðfríu stáli og á hjólum, fylgja
- Tvö hjól með bremsum.
- Yfirbreyðsla fylgir
Tryggðu þér einstakt Kamado grill á frábæru verði.